Annars er ég svo fótafúin núna að ég man vart eftir öðru eins frá því ég var að vinna sem sjúkraliði (þá gekk maður nú oft ófáa kílómetrana á dag). Kiddi hennar Sunnu smíðaði nefnilega nýtt afgreiðsluborð handa okkur en áður notuðumst við skrifborð og því fylgdi að sjálfsögðu stóll þannig að ég stóð ekki upp á endann allan daginn heldur sat á rassinum á milli þess sem ég afgreiddi viðskiptavini, tók upp vörur, þurrkaði af o.s.frv.
Í dag var fyrsti dagurinn með nýja afgreiðsluborðið í notkun og ég komst að því að ég er greinilega í afspyrnu lélegri stöðu-þjálfun. Þegar dagur var að kvöldi kominn líkist ég helst tveimur úr tungunum sem voru "gengnar upp að herðablöðum" ef ég man rétt. Taldi það meira að segja nokkurt þrekvirki að geta staulast upp tröppurnar frá neðri hæðinni núna áðan, að afloknu sjónvarpsglápi kvöldsins. Og um leið og ég skrifa þetta þá átta ég mig á því að ég prjónaði víst ekkert í dag - nei, slökkti bara á heilasellunum (þessum fáu sem enn voru vakandi) fyrir framan imbann. Og nú hyggst ég slökkva á restinni af mér og er hér með farin í háttinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli