miðvikudagur, 8. nóvember 2006
Er búin að setja persónulegt met
í því að vera snemma í jólaundirbúningnum. Venjan er nefnilega sú að ég er að kaupa jólaföt á krakkana rétt fyrir litlu jólin og jólapakkana rétt áður en sendingarfresturinn rennur út. En núna er ég sem sagt búin að kaupa jólafötin á Ísak og byrjuð að búa til jólagjafalista. Er reyndar ekki búin að kaupa neitt á listanum ennþá - en sumt fæst í Pottum og prikum þannig að hæg eru heimatökin :-) En ég er sem sagt að vona að það verði svo mikið að gera hjá okkur í búðinni fyrir jólin að ég hafi engan tíma þá til að sinna jólastússi - og ætla þess vegna að freista þess að vera búin að sem mestu áður en aðalvertíðin byrjar. En hvernig mér gengur að standa við þessi fínu fyrirheit, það er nú önnur saga. Byrjar alla vega vel!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli