hvað eitt bólgið hné hefur víðtæk áhrif á líf eiganda síns. Til dæmis get ég ekki synt skriðsund með góðu móti (bak-skrið sleppur fyrir horn), ég get ekki verið í pilsi (er með hvítan hólk utan um hnéð sem sæist í gegnum sokkabuxurnar), ég get ekki verið í skóm með smá hæl (fæ verk í hnéð), ég get ekki farið út að ganga... Man ekki eftir fleiru í bili, vonandi er þetta allt og sumt. Það flækir þó óneitanlega lífið, og þá sérstaklega á morgnana, að geta hvorki verið í pilsi né skóm með hæl (þá er ég bara að tala um pínulítinn hæl, er ekkert í háu-hæla-deildinni). Lendi þar af leiðandi í mesta basli við að ákveða í hvaða fötum ég á að vera í í vinnunni. Finnst skemmtilegra að vera snyrtilega til fara þar, þó ég sé ekki beint í sparifötunum, en ég á t.d. enga smarta flatbotna skó. Brún leðurstígvél á ég reyndar og hef verið í þeim nánast upp á hvern einasta dag undanfarið. Svo á ég bara tvennar almennilegar gallabuxur og hef verið í þeim til skiptis síðustu tvær vikurnar. Sé það núna að eina lausnin á þessu vandamáli mínu er að fara að versla mér buxur og flatbotna skó, a.m.k. virðist hnéð ætla að vera með stæla við mig enn um sinn :(
Engin ummæli:
Skrifa ummæli