mánudagur, 13. nóvember 2006

Dóttirin í Danmörku á afmæli í dag

Innilega til hamingju með daginn elsku Hrefna mín, bestu kveðjur frá okkur öllum hér heima, bara verst að geta ekki komið í afmæliskaffi til þín!

Annars borðaði ég greinilega of mikið af kökum í mínu eigin afmæli í gær (átti afganga í frystikistunni frá kvennaklúbbs-bakstri)þannig að ég hefði sennilega ekki haft gott af því að borða kökur í dag líka.

Í gærkvöldi fórum við Valur svo í Akureyrarkirkju þar sem var dagskrá til heiðurs Matthíasi Jochumsen. Þórunn Valdimarsdóttir las uppúr bók sinni, leiknir voru stuttir leikþættir m.a. úr Skugga-Sveini, stúlknakór Akureyrarkirkju söng og Megas söng einnig nokkur lög. Þetta var hin fínasta kvöldskemmtun og verður vonandi til þess að við hjónin verðum duglegri að drífa okkur út á kvöldin þegar eitthvað er um að vera.

Hm, ef einhverjum finnst þessi pistill minn samhengislaus og skrýtinn þá er það vegna þess að ég er að fara í vinnuna og á eftir að hengja upp þvott áður en ég fer - en ég vildi endilega koma afmælisóskunum á framfæri fyrst.

Engin ummæli: