fimmtudagur, 31. ágúst 2006

Þoli ekki þegar hlutir gufa upp

á að því er virðist yfirnáttúrulegan hátt. Að sjálfsögðu er það yfirleitt maður sjálfur sem hefur lagt þá frá sér á vitlausan stað - en sama hvað maður leitar þá finnur maður ekki hlutinn sem um ræðir. Í þetta skiptið er það lítil bók sem ég skrifa í matreiðsluuppskriftir. Það er nú svo skrýtið með það að þó eiginmaðurinn sé aðal kokkurinn á heimilinu þá safna ég líka uppskriftum. Kannski kökur og smáréttir fái þó meira pláss en heimilismatur, skal ekki segja. En nú ætla ég að vera með konuklúbb á föstudaginn og þá vantar mig blessaða uppskriftabókina - sem er gufuð upp! Ekki þar fyrir, það eru heilu bílfarmarnir af matreiðslubókum og blöðum til í húsinu, en ég vil samt finna bókina MÍNA.

Engin ummæli: