föstudagur, 18. ágúst 2006
Ekki þurfti mikið að gerast
til að ég kæmist út úr þessu doða-ástandi sem hefur verið á mér síðustu dagana. Ég fékk símhringingu frá háskólanum þar sem ég var beðin að taka að mér að búa til + fara yfir ágústpróf í markaðsfræðinni. Strax og ég var komin með eitthvað svona "áþreifanlegt" verkefni þá fylltist ég orku (a.m.k. tímabundið) þó ekki ætlaði ég nú að skila prófinu af mér fyrr en á mánudaginn. Þá var aftur haft samband frá háskólanum. Einn nemandi hafði skráð sig í ágústpróf í neytendahegðun og nú þarf að búa til próf í hvelli því prófið er á þriðjudagsmorguninn. Og eins og alltaf þá get ég ekki bara drifið mig í að gera hlutinn sem þarf að gera, nei fyrst þarf ég að laga til, setja í þvottavélina og gera alla (nei ekki alla, bara suma) hlutina sem ég hefði getað gert í vikunni en var of framtakslaus til að gera :-) En nú er ég farin að semja próf...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli