- ég borða þegar ég er svöng
- ég borða þegar ég er stressuð
- ég borða þegar ég er þreytt
- ég borða þegar ég er leið
- ég borða þegar ég mig vantar orku
- ég borða þegar ég sit lengi við vinnu
- ég borða fyrir framan sjónvarpið á kvöldin
Það er nánast bara þegar ég er svöng sem ég borða hollan mat, hin fæðan samanstendur af óhollustu s.s. súkkulaði, sætindum og kexi. Hef þó reynt að bæta við hnetum, fræjum, gulrótum og einstaka ávöxtum en hef enga sérstaka fíkn í svoleiðis hollustu...
Um daginn var viðtal í Fréttablaðinu við bandarískan þingmann sem kom hingað til lands til að halda fyrirlestur um næringu og heilbrigðan lífsstíl. Þingmaðurinn vill meina að af því við borðum svo mikið af óhollustu og mat sem er svo mikið unninn að hann skortir öll næringarefni, þá kalli líkaminn í sífellu á meiri mat því hann fær ekki þá næringu sem hann þarfnast. Og við bregðumst við með því að borða meiri óhollustu... Ekki gott mál og mesta furða hvað við mannfólkið getum farið illa með þennan eina líkama sem okkur áskotnast í vöggugjöf.
Ég er alltaf að reyna að borða hollari mat í heildina séð (og Valur eldar hollan mat, bara svo það sé á hreinu, það er ég sjálf sem sé um að koma óhollustunni inn fyrir mínar varir). Þó skortir mikið uppá að ég nái 5 skömmtum af ávöxtum og grænmeti á hverjum degi. En ég held áfram að reyna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli