Einhverra hluta vegna dettur mér þessi ljóðlína í hug þegar ég hlusta á hávaðann sem berst til mín að utan. Ísak átti 11 ára afmæli í gær og það er verið að halda upp á það núna. Úti eru 16 frískir strákar að leika sér, sumir eru í eltingaleik á meðan aðrir lemja á húðirnar í bílskúrnum (nágrönnunum til ómældrar ánægju líklega..). Valur og Andri fóru að sækja pítsur handa strákahópnum og ég - ég reyni að njóta lognsins á undan storminum ;-) Veit að það verður mikið fjör þegar þeir koma inn, örugglega orðnir sársvangir eftir öll hlaupin í "Löggu og bófa". Þá þurfa helst allir að fá pítsu og gos samstundis og ég reikna með að það verði handagangur í öskjunni. Best að fara að gera klárt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli