og því var alveg upplagt að skella sér í fjallið í dag. Því miður komst Andri ekki með okkur þar sem hann er tognaður í nára en við Valur og Ísak fórum. Veðrið var alveg yndislegt, sól og ca. fimm stiga frost og við renndum okkur stanslaust í nærri tvo tíma. Það voru fáir á skíðum og engin biðröð í lyftuna. Ég er nú ekki neitt rosalega góð á skíðum en fer mér bara hægt og nýt þess að vera úti.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli