þriðjudagur, 21. mars 2006

Ég er svo (ó)heppin

að allir fjölskyldumeðlimir (nema ég) eru brjálaðir í Brynjuís. Í upphafi var það Valur og ég á myndir af honum borðandi Brynjuís í Furulundi 8k en þar áttum við heima fyrir einum 18 árum síðan. Hrefna komst líka fljótt upp á lagið í ísnum og hið sama gildir um Andra og Ísak. Mér finnst Brynjuís reyndar góður en ég þarf ekki að fá hann helst vikulega eins og sumir... Og þar sem þetta er mjólkurvara þá verður mér sjálfsögðu illt í maganum eftir að hafa borðað hann. En haldið þið að það dugi til að ég sleppi því að borða ís þegar hinir eru að fá sér? Onei, að sjálfsögðu ekki. Það er aðeins í undantekningartilfellum að ég hef nægan viljastyrk til að segja "nei takk" við Brynjuís - og mér tókst það sem sagt ekki í kvöld. Fékk mér reyndar bara eina kúfaða matskeið en það er engu að síður nægjanlegt magn til að koma maganum á mér í uppnám. Sterkur leikur svona rétt fyrir nóttina!

Engin ummæli: