mánudagur, 27. mars 2006

Mikið að gera í vinnunni

þessa dagana og enginn tími né orka til að gera nokkuð annað. Reyni samt að komast sem oftast í sund svo vöðvabólgan nái ekki að yfirbuga mig. Var að vinna lungann úr helginni og eftir að ég kom heim í dag en gafst svo upp og eyddi kvöldinu fyrir framan imbakassann. Horfði fyrst á Grey's anatomy og síðan á Huff (ef einhverjir skyldu nú vita hvaða þættir það eru).

Vangaveltur varðandi framtíðina eru enn og aftur farnar að láta á sér kræla. Ég ætla jú að hætta í núverandi starfi í vor/sumar og þá er spurning hvað tekur við. Er ekki enn búin að skrá mig hjá Mannafli og ástæðan er aðallega sú að ég veit ekki hvað mig langar að vinna við. Þarf samt að gera eitthvað, það er það eina sem ég veit!

Engin ummæli: