þegar daginn er farið að lengja aftur. Mér finnst það algjör munaður að vakna á morgnana og það er ekki lengur svartamyrkur úti. Þegar ég kem í sundlaugina um áttaleytið er orðið alveg bjart. Algjör snilld!
Annars er eitthvað stórundarlegt við mánudagskvöldin hjá mér en þá gengur mér alltaf svo illa að sofna. Sem gerir það að verkum að ég er drulluþreytt á þriðjudagsmorgni, sem lofar ekki góðu svona í upphafi vinnuvikunnar. Í morgun var ég hræðilega þreytt þegar ég vaknaði en viti menn - var bara hress í allan dag - alveg þar til núna. Sem er náttúrulega hið besta mál, mér finnst svo hrikalega leiðinlegt að vera þreytt í vinnunni. Á tímabili var ég farin að nota kaffi og súkkulaði sem vopn í baráttunni við þreytuna marga daga í röð. Og mér sem finnst kaffi alveg hræðilega vont! Annað en mínum heittelskaða sem er mikill kaffidrykkjumaður. Hann kannski drekkur ekki svo mikið kaffi en nýtur þess í ystu æsar þegar hann fær gott kaffi. Þá er nú aldeilis heppilegt að hann á réttu græjurnar!
Annars er eitthvað stórundarlegt við mánudagskvöldin hjá mér en þá gengur mér alltaf svo illa að sofna. Sem gerir það að verkum að ég er drulluþreytt á þriðjudagsmorgni, sem lofar ekki góðu svona í upphafi vinnuvikunnar. Í morgun var ég hræðilega þreytt þegar ég vaknaði en viti menn - var bara hress í allan dag - alveg þar til núna. Sem er náttúrulega hið besta mál, mér finnst svo hrikalega leiðinlegt að vera þreytt í vinnunni. Á tímabili var ég farin að nota kaffi og súkkulaði sem vopn í baráttunni við þreytuna marga daga í röð. Og mér sem finnst kaffi alveg hræðilega vont! Annað en mínum heittelskaða sem er mikill kaffidrykkjumaður. Hann kannski drekkur ekki svo mikið kaffi en nýtur þess í ystu æsar þegar hann fær gott kaffi. Þá er nú aldeilis heppilegt að hann á réttu græjurnar!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli