laugardagur, 4. mars 2006

Fórum aftur á skíði í dag

og ég var bara alveg púnkteruð eftir það. Lagðist upp í sófa og flutti mig svo þaðan inn í rúm - var algjörlega ónothæf í tvo tíma eða rúmlega það. Meiri auminginn! En Ísak stóð sig eins og hetja á brettinu og er bara farinn að svífa um brekkurnar. Akureyrarbær bauð uppá skíða- og brettakennslu á skólatíma fyrir fimmtubekkinga og þegar Ísak var búinn að fara tvisvar þá var hann greinilega kominn með góðan grunn. Valur lét sér nægja að dóla sér í Fjarkanum með okkur hinum og fór ekkert upp í Strýtu í þetta sinnið. Nú sit ég sem sagt fyrir framan tölvuna (ætti að vera öllum ljóst) og ætla að kíkja á nokkur verkefni sem ég tók með mér heim. Hvað er betra en eyða laugardagskvöldi í að fara yfir verkefni?

Engin ummæli: