að fá að passa 3ja og hálfs mánaða gamla prinsessu í dag meðan mamma hennar fór að versla. Ekkert smá gaman! Hún var líka svo einstaklega góð, hjalaði, hló og var hin ánægðasta hjá mér. Mér tókst meira að segja að svæfa hana og fékk að upplifa þetta klassíska augnablik þegar börnin hafa sofnaði í fanginu á manni og svo þegar maður ætlar að leggja þau frá sér þá glaðvakna þau og láta óánægju sína í ljós. En hún sofnaði fljótt aftur og þá gat ég lagt hana niður. Mér finnst alveg ógurlega gaman að börnum og viðurkenni að það fer að "hringla í eggjastokkunum" þegar ég kemst í svona nána snertingu við eitt lítið - en það var nú líka gott að geta bara skilið hana eftir hjá mömmu sinni og þurfa ekki að vakna til hennar í nótt... Svo ég bíð bara eftir barnabörnunum - þó það geti nú orðið bið þar á. Býð mig bara fram sem barnapíu fyrir Mörthu Mekkin þangað til.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli