Ég var að maula eitthvað óhollt meira og minna alla leiðina til að halda mér betur vakandi og hafði líka keypt mér orkudrykk (sem ég geri annars aldrei) til að hafa til öryggis ef mér fyndist ég vera að verða skuggalega syfjuð og þreytt. Það var nú í og með vegna þess að ég hef verið að fara frekar snemma að sofa á norskum tíma og hélt að það myndi kannski segja til sín. Það stemmdi nú reyndar, þegar ég var að fara að leggja í Vatnsskarðið var klukkan um ellefu að norskum tíma og þá fór ég að verða pínu syfjuð. Svo ég skellti orkudrykknum í mig og hristi af mér syfjuna í einum grænum.
Annars höfðum við Ísak það ósköp gott hjá Önnu og Kjell-Einari. Ég hafði keypt mér garn í peysu áður en við fórum út og hefði sjálfsagt náð að klára peysuna ef ekki hefði mig vantað einn lit sem ekki var til þegar ég keypti garnið. En ég er a.m.k. búin með bol og ermar, þannig að ég ætti nú að geta klárað restina á tiltölulega skömmum tíma - ef ég gef mér tíma til þess.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli