mánudagur, 12. október 2009
Prjónablogg
Já framhaldssagan með prjónuðu peysuna heldur áfram. Ég ákvað að halda áfram að prjóna, þrátt fyrir þessar 2 umferðir sem var ofaukið hjá mér. Og kláraði sem sagt peysuna, þ.e. prjónaða hlutann. Ég er ekki búin að lykkja saman undir höndum eða ganga frá henni að öðru leyti. Vandamálið er bara að mér finnst peysan ekki nógu falleg... Mér finnst það ekki koma nógu vel út að prjóna munstrið svona á röngunni - og hvíti liturinn ekki passa nógu vel við þennan grásvarta. Þrátt fyrir að hafa lengt ermarnar um 2 cm. umfram það sem uppskriftin sagði til um má peysan ekki ermastyttri vera, en það sleppur svo sem fyrir horn. Nú er sem sagt stóra spurningin, nenni ég að rekja upp allan munsturbekkinn og prjóna uppá nýtt í öðrum lit og með hefðbundnu sléttu prjóni???
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli