Vaknaði í morgun rúmlega sjö eins og lög gera ráð fyrir og vakti Ísak um hálf átta. Var samt svo þreytt eitthvað og syfjuð að ég nennti ekki í sund - og lagði mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Já og svaf til hálf tólf!! Geri aðrir betur. Nú er klukkan hálf þrjú og sól og blíða úti en ég er svooo þreytt eitthvað og langar mest uppí rúm. Þetta gengur náttúrulega ekki. Eftir tvo tíma er foreldrafundur í Lundarskóla og ég verð nú að minnsta kosti að reyna að halda mér vakandi þangað til...
P.S. Hrefna mín, ég biðst innilega afsökunar á þessu þreytubloggi ;-)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli