miðvikudagur, 14. október 2009

Meiriháttar svefnsýki hrjáir frúna þessa dagana

Ég vaknaði svona líka þreytt í gærmorgun og var að vinna til ca. þrjú. Þá sótti ég Val í vinnuna og við fengum okkur kaffi en ekki svo löngu þar á eftir lagðist ég í sófann og var sofnuð innan tíðar. Eftir ca. klukkutíma á sófanum færði ég mig inn í rúm og ætlaði bara aðeins að hlýja mér - en steinsofnaði og svaf fram undir kvöldmat. Þá hélt ég að ég yrði nú kannski full orku um kvöldið og gæti farið að prjóna eða eitthvað, en ónei, glápti bara á imbann og var sofnuð um ellefuleytið.

Vaknaði í morgun rúmlega sjö eins og lög gera ráð fyrir og vakti Ísak um hálf átta. Var samt svo þreytt eitthvað og syfjuð að ég nennti ekki í sund - og lagði mig aftur þegar Ísak var farinn í skólann. Já og svaf til hálf tólf!! Geri aðrir betur. Nú er klukkan hálf þrjú og sól og blíða úti en ég er svooo þreytt eitthvað og langar mest uppí rúm. Þetta gengur náttúrulega ekki. Eftir tvo tíma er foreldrafundur í Lundarskóla og ég verð nú að minnsta kosti að reyna að halda mér vakandi þangað til...

P.S. Hrefna mín, ég biðst innilega afsökunar á þessu þreytubloggi ;-)

Engin ummæli: