sunnudagur, 31. maí 2009

Við Mývatn


Við Mývatn, originally uploaded by Guðný Pálína.

Já við Valur fórum til Mývatns í dag og vorum fyrst heillengi að ganga um Dimmuborgir og taka myndir. Ætluðum nú ekki að fara svona langt en það gerðist samt alveg óvart og vorum við að rölta þarna um í hátt í þrjá tíma. Veðrið var svona la la, sól á köflum og frekar kalt og hvasst. Næst fengum við okkur kaffi og rúgbrauð með reyktum silungi í Gamla bænum. Að því loknu fórum við á myndlistasýningu í hlöðu þar sem nokkrar listakonur eru með samsýningu, meðal annars Guðbjörg mágkona Vals. Þetta er fjölbreytt sýning og var gaman að sjá hana og sérstaklega gaman að hitta Guðbjörgu. Þetta var bara mjög fín ferð og við erum bæði rjóð í kinnum og hálf dösuð eftir alla útiveruna.

Engin ummæli: