Ég spurði nefnilega sjúkraþjálfarann að því um daginn hvernig reiðhjól gamlar, gigtveikar og bakveikar konur ættu að fá sér og hann sagði að ég ætti að fá mér "konuhjól" með háu stýri, mjúkum hnakki og dempurum. Og í gær sá ég einmitt þannig hjól, hvítt á litinn með brúnum lungamjúkum hnakki, þegar við Valur skruppum í Sportver. En ég ætla líka að kíkja úteftir til Vidda og skoða hjólin hjá honum áður en ég ákveð mig.
Svo þarf ég víst að halda áfram að hugsa um liti á húsið og svefnherbergið - já og ákveða hvernig fataskáp ég vil fá, eða innvolsið í hann öllu heldur. Ætli við kaupum ekki bara skáp í Ikea og notum áfram tvær kommóður sem við erum með. Já, svo þarf víst líka að panta myrkvunargardínur. Ég sem helst vildi alltaf sofa með dregið frá glugganum á sumrin hérna í den get núna varla sofið nema í myrkri - svona breytist maður.
Þetta kallast víst að æða úr einu í annað - en það er bara svolítið eins og ég er núna...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli