Kettirnir bókstaflega elska veðrið úti og Birta liggur/situm langtímum saman í sólinni. Máni er meira á flakki um nágrennið og sér samviskusamlega um að merkja landareignina svo það fari nú ekkert á milli mála hver á heima hér. Hann er reyndar líka byrjaður að merkja húseignina að innan, húsmóðurinni til mikillar gleði og ánægju (eða þannig!).
Í gærkvöldi var haldinn síðasti kvennaklúbbur vetrarins og bauð ein í súpu, brauð og salat heim til sín. Það endaði með því að við sátum og spjölluðum langt fram á kvöld og þetta var virkilega notaleg samvera. Síðan hjólaði ég heim á nýja hjólinu - en hjólaformið er eins og áður hefur komið fram alveg hræðilegt - og fékk ég þvílíka verki í hnén. Ég hjólaði reyndar líka í klúbbinn, eins og ljóst má vera, en sé að ég þarf víst að fara mér aðeins rólegar í hjólreiðunum ef ég ætla ekki alveg að fara með minn gigtveika skrokk.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli