laugardagur, 2. maí 2009
Blogg frá Köben
Við mæðgur, ég, mamma og Hrefna bíðum eftir því að klukkan verði aðeins meira svo við getum farið af stað í strætó og síðan lest til Jótlands. Ferðin hingað í gær gekk vel og úti er rjómablíða. Mér tókst ætlunarverkið og pakkaði bara í eina litla tösku - en gleymdi reyndar líka hlutum sem áttu að fara með s.s. rauðum topp sem ég ætlaði að vera í í fermingarveislunni... En ég verð þá bara í öðrum fötum í staðinn sem eru reyndar ekki alveg jafn fín/sumarleg. Hrefna eldaði þetta líka fína lasagna handa okkur í gær og svo sváfum við í stofunni í nótt. Ég komst að því að það er aðeins meira af umhverfishljóðum í stórborginni en heima á litlu Akureyri en svaf nú vel fyrir því. En jæja, ætli sé ekki best að klára að taka sig til. See you.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli