fimmtudagur, 7. maí 2009

Pestarbæli?

Þegar ég kom heim á mánudagskvöldið var Valur orðinn eitthvað skrýtinn í hálsinum og hefur verið hás alla vikuna. Nú er hann ennþá verri og ákvað að sleppa fundi í Reykjavík sem hann ætlaði á á morgun. Ísak kom heim úr skólanum í dag með höfuðverk og hálsbólgu og Andri kvartaði um einhvern slappleika í kvöld. Ég er hress... eða væri það ef ég hefði ekki borðað pítsu frá Dominos í kvöldmatinn. Mig langaði í pítsu og fékk mér vel af henni - sem hefur þau áhrif að ég belgist öll út og er illt í maganum. Já, sumir læra aldrei af reynslunni!

Engin ummæli: