sunnudagur, 4. janúar 2009

Áramótaheit?

Ég hef aldrei verið mikið fyrir að strengja áramótaheit, aðallega vegna þess að ég hef ekki treyst mér til þess að standa við þau. Núna hef ég samt svolítið verið að velta þessu fyrir mér og hef ákveðið að setja mér markmið í tengslum við áramótin. Markmiðið er að verða líkamlega sterkari og heilbrigðari í lok ársins 2009 en ég er núna - og mun ég gera það sem í mínu valdi stendur til að svo megi verða. Ætli ég byrji ekki á því að hafa aftur samband við sjúkraþjálfarann og fái hann til að sýna mér æfingar fyrir bakið og "lata fót". Í framhaldinu stefni ég á að byrja að æfa aftur með lóðum eða í tækjasal og styrkja alla þá vöðva sem ekki styrkjast í sundinu. Vonandi mun þetta hafa þau áhrif að líkamsstyrkurinn aukist í heildina og að ég muni aftur geta farið að gera hluti sem latur fótur og lélegt bak kemur í veg fyrir að ég geti gert, s.s. að fara í lengri gönguferðir heldur en 10 mín. á jafnsléttu (og jafnvel fjallgöngur, það væri æði!)

Engin ummæli: