laugardagur, 10. janúar 2009

Það kemur dagur eftir þennan dag


Horft til himins, originally uploaded by Guðný Pálína.

Já sem betur fer situr maður ekki bara fastur í sama deginum að eilífu. Í dag er svona dagur hjá mér þar sem ég er þreytt og öll eitthvað öfugsnúin. Kannski vegna þess að ég svaf rosalega lítið í fyrrinótt og fór svo offorsi í tiltekt í vinnunni í gær. Í gærkvöldi var ég orðin yfir mig þreytt og gekk illa að sofna en það hafðist nú fyrir rest. Svaf til hálftíu og maður hefði nú haldið að það ætti að vera nóg. En nei nei, um eittleytið fór ég aftur upp í rúm og lá þar í tvo tíma. Svaf nú ekki alveg allan tímann en svona mestmegnis. Og er ennþá þreytt! Hvernig er þetta hægt? Af gamalli reynslu veit ég að ég kem til með að vera eins og drusla restina af deginum en vakna vonandi hressari á morgun. Eins og ég sagði þarna í upphafi, það kemur dagur eftir þennan dag!

Engin ummæli: