Arg, ég þoli það ekki þegar ég er svona þreytt. Við erum að tala um að vera örmagna af þreytu og orka ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Samt fer maður áfram á þrjóskunni, lagar til í eldhúsinu, brýtur saman þvott, tekur af rúminu og setur í þvottavél. Meðan á því stendur er hjartslátturinn alltof hraður og vöðvarnir svo linir að manni finnst eins og maður komi til með að lyppast niður á hverju andartaki. Í ofanálag verkjar mig í allan skrokkinn, augun eru þurr og fingurnir vilja ekki hlýða þegar þeir eiga að ferðast um lyklaborðið á tölvunni. Næst á dagskrá er að fara í sturtu og fara svo í Bónus. Mest langar mig samt til að fara aftur upp í rúm og liggja þar í allan dag. Geri það samt ekki því ég veit að mér mun ekki líða neitt betur af því, jafnvel verr ef eitthvað er. Jamm, það er stuð að vera með vefjagigt!
P.S. Þessi pistill er bara skrifaður til að fá útrás fyrir pirring, ekki til að fá svona "Æ, aumingja þú" viðbrögð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli