sunnudagur, 7. desember 2008
Mikið fjör í vinnunni þessa dagana
Já jólaösin er komin á fullt og maður sest ekki niður allan tímann í vinnunni. Sem er hið besta mál, þetta er ofsalega skemmtilegt og gefandi. Það er nóg að gera við að afgreiða viðskiptavinina, taka upp vörur og panta vörur. Minna fer fyrir dugnaði hér heima fyrir og ekki einu sinni búið að hnoða í eitt smákökudeig. En það gerir svo sem ekkert til enda var ástandið oft verra þegar ég var í háskólanum og að kenna. Þá var ég ýmist að taka próf eða fara yfir próf á þessum árstíma og jólaundirbúningur fór yfirleitt fram síðustu 3-4 dagana fyrir jól. En nú er ég hætt þessu rausi og farin að taka mig til fyrir vinnuna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli