laugardagur, 27. desember 2008

Jæja þá er ég búin að lesa Auðnina eftir Yrsu Sigurðardóttur

Og eins og venjulega þegar ég hef lokið við að lesa bók í einum rykk er ég alveg "stoned" á eftir. Þreytt í höfðinu og augunum og einhverra hluta vegna líka með brjóstsviða. Það tengist þó örugglega ekki bókalestri... Frekar ruglinu með matmálstíma og of miklu sykuráti. Og til að kóróna ástandið sýnist mér allt stefna í rugl á svefninum líka. En ætli vinnan á morgun kippi manni ekki niður á jörðina aftur, myndi a.m.k. gera það ef ég þyrfti að byrja klukkan tíu, en það er víst Sunna sem ætlar að fórna sér í að vakna á morgun og ég þarf ekki að mæta fyrr en um eða eftir hádegið. Jæja, ætli sé ekki best að gera heiðarlega tilraun til þess að fara að sofa.

Engin ummæli: