laugardagur, 6. október 2007
Vel heppnuð afmælisveisla
Við ætluðum að hafa opið frá 11-16 í Pottum og prikum í dag, og mættum við Sunna klukkan hálf ellefu til að hella uppá kaffi og gera klárt. Við vorum hins vegar varla komnar inn úr dyrunum en það byrjaði fólk að streyma inn og þar af leiðandi varð smá seinkunn á veitingunum því við komumst hreinlega ekki til að hella uppá og sækja afmælistertuna í Bakaríið við brúna. En það hafðist nú á endanum og það var stöðugur straumur fólks í búðina fram til hálf fimm. Mikið af nýjum viðskiptavinum líka, svo það var nú aldeilis gaman að því. Og allir kátir og glaðir og við Sunna að sjálfsögðu einnig. Valur leit við og hjálpaði okkur að kynna nýju kaffivélarnar sem við erum að byrja að selja (frá Kaffiboði við Barónsstíg) og Kiddi kom brunandi með tertuspaða sem okkur hafði báðum tekist að gleyma heima... Í kvöld fórum við fjölskyldan svo út að borða á Strikið, höfðum ekki komið þangað síðan staðurinn hét Fiðlarinn, og það kom ánægjulega á óvart. Sem sagt, hinn besti dagur að kvöldi kominn og framundan að horfa á eins og eina James Bond mynd í heimabíóinu í kjallaranum :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli