laugardagur, 20. október 2007
Þegar unglingurinn var spurður
hvort hann væri búinn að laga til í herberginu sínu, svaraði hann: "svona 70%". Þetta svar kom í kjölfarið af nýrri reglu sem mamman á heimilinu kynnti til sögunnar í dag, að á laugardögum skyldi lagað til... Já, og vel að merkja var unglingurinn kominn út á tröppur, á leið út í bíl, þegar hann var spurður þessarar spurningar. Þegar mamman situr svo í herberginu hans og er að blogga, lítur hún í kringum sig og hennar mat á tiltektinni er að hann hafi lagað til ca. 60%. Það fer víst ætíð eftir sjónarhorninu hverju sinni fólk metur hlutina... :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli