föstudagur, 12. október 2007
Matur-inn 2007 um helgina
Já, okkur Sunnu leiðist ekki, afmælisveisla um síðustu helgi og þátttaka í sýningu þessa helgi. Það er sem sagt sýning í Verkemenntaskólanum sem félagið Matur úr héraði stendur fyrir. Okkur var boðið að taka þátt og það var varla hægt að segja nei við tilboði um að kynna Potta og prik fyrir þúsundum gesta :-) En það er heilmikil vinna sem fylgir þessu, bara það að ákveða hvaða vörur við ætluðum að vera með og panta þær tók ótrúlega mikinn tíma. Svo þurfum við að reyna að gera básinn okkar fallegan í dag og raða í hann í fyrramálið áður en sýningin hefst klukkan ellefu. Hún er opin frá 11-17 bæði laugardag og sunnudag og ég hugsa að ég verði mjög fegin á sunnudagskvöldið þegar þessu lýkur. En þetta verður örugglega mjög gaman.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli