Annars er hálf leiðinlegt veður, kalt og snjóföl á jörðu í morgun með tilheyrandi hálku. Tvær konur í sundi voru að tala um það að Akureyringar kynnu þó allavega að keyra í hálku (þ.e. aka hægt) og höfðu greinilega samanburðu úr höfuðborginni. Ég sem sagt syndi enn á morgnana en minna hefur farið fyrir þeim áætlunum mínum að fara líka í ræktina. Veit ekki alveg hvað ég á að gera í því máli.
Gengur hins vegar bara furðu vel að sleppa sykri og hvítu hveiti úr mataræðinu og er duglegri að borða ávexti og grænmeti. Það kemur reyndar ennþá yfir mig alveg skelfileg löngun í sykur þegar ég er þreytt eða stressuð en í gær uppgötvaði ég þurrkaðar apríkósur sem eru mjög sætar á bragðið en hafa bara blóðsykurstuðul uppá 43 (minnir mig) og hækkar því ekki blóðsykurinn hratt eins og hvítur sykur gerir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli