mánudagur, 29. október 2007
Haust í Berlín - Vetur á Akureyri
Það var mjög fínt í Berlín, við gistum á virkilega góðu hóteli og ekki spillti fyrir að það var mjög vel staðsett. Veðrið var milt haustveður, ca 8-10 gráður en sólin lét ekki sjá sig (manni varð þó hvorki of heitt né of kalt) og við röltum um borgina, sátum á kaffihúsum, fórum þrisvar út að borða, kíktum í búðir (2 peysur voru nú allur afraksturinn hjá mér) og (einhverra hluta vegna) aðeins á eitt einasta safn, DDR safnið sem greinir frá lífi fólks í Austur-Þýskalandi fyrir fall múrsins, og var afar fróðlegt að sjá. Eitthvað hljótum við að hafa gert fleira sem ég man ekki í augnablikinu, en aðaltilgangi ferðarinnar (sem var að hafa það gaman saman, slappa af og fá smá upplyftingu í hverdaginn) var að minnsta kosti náð :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli