fimmtudagur, 5. júlí 2007

Brjálað að gera og enginn tími til að blogga


- Er byrjuð að vinna aftur eftir 2ja vikna sumarfríið - en verð reyndar í fríi á morgun, mánudag og þriðjudag.
- Anna systir og Sigurður systursonur eru í heimsókn hjá okkur núna. Því miður getum við afskaplega lítið sinnt gestunum því:
- Enn eitt mótið (sem hét áður Essomót en heitir núna N1 mótið) er í gangi og Ísak og foreldrarnir frekar upptekin öll sömul í sambandi við það.
- Valur fór klukkan sex í morgun og aðstoðaði við að bera fram morgunmat handa tæplega 900 manns í KA húsinu, ég tók við af honum klukkan átta og var til tíu.
- Ísak er búinn að spila þrjá leiki í dag og einn í gær. Þeir hafa unnið þrjá leiki og gert eitt jafntefli svo það gengur aldeilis vel hjá þeim. Hann skoraði þrjú mörk í fyrsta leiknum og hér sjá mynd af fótboltadrengnum eftir það afrek :-)

Engin ummæli: