föstudagur, 27. júlí 2007
Bara fjör
Við vorum með vinafólk okkar í mat í kvöld, þau Ingu og Dóra sem því miður eru flutt til Reykjavíkur (eins og ansi margir aðrir...) og það endaði með því að pöntuð var ferð til Berlínar í lok október, þannig að það er bara fjör! Barcelona í september og Berlín í október. Við höfuðum reyndar rætt þetta áður svo þetta var nú engin skyndiákvörðun, þannig lagað. Er það ekki dæmigert að maður fer ekkert í heilt ár og svo tvo mánuði í röð? Hm, held nú reyndar að ég hafi aldrei farið til útlanda með svo stuttu millibili áður en einu sinni verður allt fyrst. Svo var hringt í dag og okkur boðið í fimmtugsafmæli á sunnudaginn í Reykjavík. Hjörtur bróðir Vals á afmæli og ætli við skellum okkur ekki bara suður, amk. við hjónin. Þá förum við um hádegi á morgun og komum eftir miðnætti á sunnudaginn (veislan er milli 5 og 8). Ísak sagði að hann myndi nenna að fara ef ferðin tæki svona hálftíma og Andri er ekki búinn að gefa svar ennþá. Hrefna hefur líklega ekki verið spurð ennþá hvort hún vilji koma með, það hefur bara gleymst í öllu atinu í kvöld. Annars er ég farin í háttinn, Guðný gamla...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli