þriðjudagur, 31. júlí 2007

Fórum sem sagt suður

á laugardegi og heim á sunnudegi. Ég fer að setja persónulegt met í suðurferðum, bara alltaf að skreppa. En eins og Sólrún vinkona mín benti mér á þá mættum við kannski stoppa lengur í eitthvert skiptið, svo hægt sé að bjóða okkur í mat :-) Afmælisveislan var á sunnudeginum kl. 17 - 20 og við vorum eiginlega hálfgerðir leynigestir því afmælisbarnið vissi ekki af því að við kæmum. Held að það hafi bara komið honum ánægjulega á óvart. Svo sem sagt brunuðum við norður og með einu eða tveimur pissustoppum þá tók það okkur 4 tíma og 10 mínútur á löglegum hraða. Ég var orðin eitthvað svo upptjúnnuð eftir ferðina að ég ætlaði aldrei að geta sofnað og er eiginlega búin að vera þreytt í tvo daga... Dreif mig nú samt í sund í morgun, þarf endilega að fara að koma meiri reglu á sundið aftur.

Annars gerðist það markvert í dag að Sunnu tókst að fá bæjarstarfsmenn ofan af þeirri hugmynd að planta ruslatunnu beint fyrir framan búðargluggann hjá okkur. Þeir voru búnir að rífa upp hellur og byrjaðir að grafa fyrir tunnunni en mokuðu ofan í aftur og settu hellurnar á sinn stað eftir að Sunna hringdi í yfirmann þeirra hjá bænum. Hann kom og leit á aðstæður og tunnunni var fundinn nýr staður. Flott hjá Sunnu!

Engin ummæli: