Við fórum af stað klukkan tvö á mánudaginn (mér að kenna að við fórum svona seint af stað, ég bara get ekki verið fljót að taka mig til í ferðalag). Vegurinn var góður framan af en þegar nálgaðist Hveradali var hann orðinn frekar slæmur og var mjög slæmur megnið af leiðinni eftir það. Þvottabretti og grófur. Samt rosalega gaman að aka þessa leið! Við vorum komnar niður að Gullfossi um níuleytið um kvöldið og fengum okkur að borða á Hótel Gullfossi. Gistum um nóttina að Efsta Dal.
Daginn eftir fórum við að skoða Geysi (hm, eða Strokk öllu heldur) og fórum svo í sund í Reykholti þar rétt hjá. Borðuðum nesti fyrir utan sundlaugina en skelltum okkur svo til Stokkseyrar þar sem við fórum niður í fjöru, Ísak fór að vaða en ég steinsofnaði í smá stund úti í guðsgrænni náttúrunni. Þá voru allir orðnir svangir og við ókum á Eyrarbakka og fengum okkur að borða á veitingastaðnum Rauða húsini. Þar fengu strákarnir sér pítsu en við Anna borðuðum fiskisúpu. Eftir matinn ókum við svo meðfram sjónum alla leið til Keflavíkur og gistum hjá mömmu og Ásgrími um nóttina.
Við Ísak keyrðum svo norður á miðvikudaginn, lögðum af stað frá Keflavík kl. 11.30 og vorum komin til Akureyrar kl.17.10. Stoppuðum í Staðarskála til að fá okkur að borða en ókum annars nokkurn veginn í einni lotu norður því Ísak þurfti að mæta í afmæli klukkan fimm.
Annars er það bara "business as usual". Valur dreif sig í eina af veiðiferðum sumarsins í dag (ég sleppti því nú víst að skrifa um það en hann fór til Rússlands að veiða um daginn, var í viku) og verður fram á mánudag.
Það gerðist svolítið skemmtilegt í vinnunni í dag. Beta baun (bloggari) birtist allt í einu og verslaði við mig :-) Það er svolítið skrítið að sjá fólk svona "life" eftir að hafa lesið bloggið en aðallega mjög gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli