Jamm og jæja, vinna á morgun, annars er ekkert planað. Úti er lágskýjað og rigningarsuddi á köflum, ekki sérlega spennandi veður. Spurning að fara bara að sofa...
föstudagur, 13. júlí 2007
Annað hvort í ökkla eða eyra
Já, ég er að blogga í annað skiptið í dag, eftir að hafa verið afar afkastalítil í þeirri deild undanfarnar vikur. Ástæðan fyrir þessum nýfengna blogg-dugnaði er líklega sú að mér leiðist, í augnablikinu að minnsta kosti. Vissi einhvern veginn ekkert hvað ég átti af mér að gera í dag. Líklega viðbrigðin eftir að hafa haft heimsókn í tæpar tvær vikur og til að auka enn á einmanaleikatilfinninguna þá er eiginmaðurinn í veiði (eins og áður hefur komið fram), dóttirin hefur ekki sést hér heima í dag, eldri sonurinn er farinn í bíó og sá yngri er í heimsókn hjá vini sínum. Þó er ég ekki alveg alein, kettirnir halda mér félagsskap eins og þeim einum er lagið. Þau lágu t.d. bæði ofan á mér meðan ég las 384 bls. bók Árna Þórarinssonar (Tími nornarinnar) en það tók mig sennilega á bilinu 3 til 4 klukkutíma. Og bara svo það komi skýrt fram þá byrjaði ég á byrjuninni og las til enda - kíkti ekkert á endirinn... (Þetta síðasta er sérstaklega skrifað fyrir dóttur mína sem á ekki til orð yfir mömmu sína þegar hún stelst til að lesa endirinn, eða byrjar jafnvel á því áður en hún byrjar á bókinni sjálfri.).
Jamm og jæja, vinna á morgun, annars er ekkert planað. Úti er lágskýjað og rigningarsuddi á köflum, ekki sérlega spennandi veður. Spurning að fara bara að sofa...
Jamm og jæja, vinna á morgun, annars er ekkert planað. Úti er lágskýjað og rigningarsuddi á köflum, ekki sérlega spennandi veður. Spurning að fara bara að sofa...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli