fimmtudagur, 26. júlí 2007

Ég veit ekki alveg

hvað þessi ógurlega bloggleti á að þýða. Líklega er hún merki um eitthvað allsherjar andleysi sem hrjáir mig þessa dagana. Annars er bara allt í góðu, búið að vera heilmikið að gera í Pottum og prikum undanfarið og allir í ágætu standi hér heima.

Ja, nema þá helst kettirnir, Birta lenti í slagsmálum, var bitin í vangann og fékk sýkingu í sárið. Og Máni fékk ofnæmiskast eftir árlega sprautu og ældi "non stop" í sólarhring. Það var þó skárra en í fyrra, þá missti hann þvag og hægðir og fór alveg í mínus. Þá var það ferðin til dýralæknisins sem gerði hann svona hræddan að hann fékk bara hálfgert taugaáfall. Núna fékk ég bóluefni með heim og Valur sprautaði hann, nokkuð sem gekk svo vel að Máni malaði bara á meðan hann var sprautaður. En svo við víkjum aftur að Birtu þá uppgötvaðist hjá dýralækninum að í hana vantaði neðri vígtönnina og til að kóróna það, þá hefur hún einhvern tímann fótbrotnað án þess að við höfum tekið eftir því. Ég man reyndar eftir því að hún var svolítið hölt á tímabili, en það var nú ekki nógu mikið til þess að við kveiktum á perunni með fótbrot. Elfa sagði að við skyldum ekki hafa móral yfir því (ég fór alveg í steik yfir þessu) því það hefði ekkert verið hægt að gera og hún hefði jafnvel ráðlagt okkur að láta lóga henni ef við hefðum komið með Birtu til hennar fótbrotna. En henni gengur ágætlega með sinn brotna fót, það er aðallega minnkuð hreyfigeta sem háir henni örlítið.

Við fjölskyldan (fyrir utan háskólanemann) eigum pantaða ferð til Barcelona 1. september, í eina viku, og ég var að panta gistingu í dag. Verð að viðurkenna að ég hlakka heilmikið til :-)

Engin ummæli: