sunnudagur, 15. júlí 2007

Skítadjobb

er heiti á bók eftir Ævar Örn Jósepsson ef ég man rétt. Þetta var orðið sem mér fannst lýsa því best að þrífa grillið. Eins og grillaður matur er nú góður þá er ekki jafn gaman að þrífa grillið - enda hef ég látið eiginmanninn algjörlega um þá iðju fram að þessu. Eitthvað var hann þó að svíkjast undan merkjum í þetta sinni, nefndi það um daginn hvort ég gæti ekki gert þetta núna. Ég gaf nú lítið fyrir það en ákvað á þessum fagra sunnudegi að nú væri rétti tíminn kominn. (Þreif líka bílinn í gær með Andra svo hér er allt að verða skínandi hreint... hm, þetta voru reyndar ýkjur, það er af nægu að taka í þrifnaðardeildinni.) Allavega, þá sem sagt þreif ég þetta blessað grill og var amk. einn og hálfan tíma að því. Tók allt í sundur, úðaði með grillhreinsi, skrúbbaði með stífum bursta, skolaði með vatni og lét svo þorna í sólinni. Það hafði eiginlega verið á dagskrá hjá mér í dag að þrífa klósettin en ég held að þau fái bara að vera skítug einn dag í viðbót. Ég er farin út að sleikja sólina :-)

P.S. Valur hringdi í mig í dag úr veiðinni. NOkkuð sem út af fyrir sig eru þónokkur tíðindi því hann hefur það ekki fyrir sið að hringja heim úr veiðiferðum heldur notar þær alfarið til að afslöppunar og að kúpla af frá þessu daglega streði. Sem er hið besta mál af minni hálfu, ég bara samgleðst honum að geta komist burt í nokkra daga án þess að þurfa að hafa áhyggjur af heimilisfólkinu á meðan. Allavega, hann hringdi sem sagt til að segja mér að hann hefði veitt 8 punda urriða, þann stærsta sem veiðst hefur í ánni í sumar. Gaman að því!

Engin ummæli: