laugardagur, 31. mars 2007

Það styttist í Danmerkurferð

hjá mér. Fer suður á mánudaginn og gisti hjá mömmu í Keflavík um nóttina. Flýg svo út snemma á þriðjudagsmorgni og verð komin til Köben um hádegisbilið. Ég er nú eiginlega með smá samviskubit yfir því að yfirgefa strákana mína (Val, Andra og Ísak) um páskana en veit samt alveg að það er óþarfi. Annars er ég búin að komast að þeirri niðurstöðu að ég fer of sjaldan í ferðalög. Mér finnst nefnilega alveg ógurlega flókið að ákveða hvaða föt ég á að taka með mér. Aðalvandamálið er skórnir. Mig vantar betri alhliða skó sem passa við flestan fatnað en eru þægilegir. Það er hálf fyndið að vera að básúna þetta hér en í augnablikinu er þetta mitt stærsta vandamál. Ég er að fara í burtu í eina viku og veit ekki hverju ég á að pakka í ferðatöskuna. Þegar ég var í skátunum var þetta svo einfalt, það var alltaf það sama sem fór í bakpokann og fötin áttu bara að henta sumri eða vetri og vera þægileg. Undanfarin ár hefur það yfrleitt verið þannig að ég tek annað hvort alltof mikið með mér, alltof lítið, eða þá ranga hluti. Jæja, þetta fer allt einhvern veginn...

Engin ummæli: