miðvikudagur, 7. mars 2007

Búin að panta ferðina til Danmerkur

En mæli ekki með því að panta flug undir miðnætti þegar maður er orðinn þreyttur og sljór...

Hafði verið búin að ákveða að koma heima á páskadag en kíkti inná vefinn hjá Flugfélagi Íslands og komst að því að ekkert innanlandsflug er þann dag (hefði nú átt að vita það en það er önnur saga). Ákvað þá að vera bara í Danmörku fram á annan í páskum svo ég kæmist alla leið norður sama dag. Hugsaði ekki út í að ég þarf að fljúga suður á mánudegi þegar ég fer út því um morgunflug er að ræða, þannig að ferðin er allt í einu orðin að vikuferð (upphaflega var ég að hugsa um að vera í fjóra daga, fannst það hæfilegur skammtur).

Ég var sem sagt ekki fyrr búin að ganga frá miðunum en ég fékk létt kvíðakast yfir því að ætla að vera svona lengi í burtu. Hefði t.d. getað keyrt norður aftur á páskadag ef mér hefði nú yfirhöfuð dottið það snjallræði í hug að keyra á milli áður en ég bókaði miðannn. En við dóttirin hljótum nú að geta fundið okkur eitthvað til dundurs í sex daga...

Engin ummæli: