fimmtudagur, 15. mars 2007

Fallið í valinn


Líklega er það merki um að ég sé að eldast - en sífellt fleira fólk á mínum aldri fellur í valinn. Fyrir ekki löngu síðan var ein jafnaldra mín sem ég kannaðist við jörðuð hér á Akureyri og í morgun sá ég í Morgunblaðinu að gamli skátaforinginn minn, hún Sigga Stefáns, er dáin. Ég veit að þetta er gangur lífsins og óneitanlega deyr fullt af miklu yngra fólki en engu að síður þá fær þetta á mig. Kannski af því maður þarf að horfast í augu við að vera sjálfur dauðlegur, kannski af því þetta minnir mann á að bíða ekki með að gera hitt og þetta þar til seinna, kannski af því maður minnist góðra stunda með viðkomandi og á erfitt með að samþykkja að hann eða hún sé ekki meðal okkar lengur. Æ, ég veit það ekki, Sigga var alla vega frábær skátaforingi. Við stofnuðum nýjan skátaflokk, Sporið 2. sveit, og það var svo gaman þegar við vorum að búa til merki flokksins, hanna skátaskikkjurnar, göngustafinn og fleira og fleira. Svo fórum við á skátamót í Leyningshólum, það var fyrsta skátamótið mitt og mér fannst það algjört ævintýri.

Engin ummæli: