sunnudagur, 1. apríl 2007

Letidagur í dag

Fór reyndar í sund í morgun, Bónus, Nettó, Hagkaup, með rusl í endurvinnslu og ryksugaði en þá held ég að það sé upptalið. Ef einhver skyldi velta því fyrir sér af hverju ég fór í þrjá stórmarkaði þá var ég að leita að Mónu páskaeggi til að færa Hrefnu. Fann það hvergi og keypti Freyju egg í staðinn.

Og svo ég breyti nú skyndilega um umræðuefni þá var ég að velta því fyrir mér hvað þetta er fyndinn heimur sem við lifum í. Ég á vinkonur hér í bænum sem ég hitti nánast aldrei, ég er ekki nógu dugleg að fara í heimsóknir og þær ekki heldur. Bara alltaf sami rúnturinn, vinna, sofa, éta (í grófum dráttum a.m.k.). Í gær sendi ég svo brandara í tölvupósti til einnar og fékk póst tilbaka þar sem hún sagði mér hvað væri í gangi hjá henni þessa dagana og spurði hvað væri að gerast hjá mér. Ég skrifaði auðvitað til baka og sagði henni það helsta. Og fékk aftur svar frá henni um hæl. Það var ekki fyrr en í dag sem ég fór að hugsa um hvað þetta væri í raun fáránlegt. Hér búum við í sama bæ og höfum samskipti í gegnum tölvupóst! Ekki þar fyrir, ég vil frekar eiga þannig samskipti heldur en engin samskipti. En þetta minnir óneitanlega á börnin og unglingana sem sitja hver fyrir framan sína tölvu og tala saman á msn eða spjallrásum. Hvert stefnir þetta eiginlega? Jæja, sem betur fer á maður nú raunveruleg samskipti inn á milli, t.d. vorum við í indælu matarboði hjá Sunnu og Kidda í gærkvöldi, takk kærlega fyrir okkur :-)

Engin ummæli: