laugardagur, 17. mars 2007
Velheppnuð afmælisveisla
Í gær var haldið uppá afmælið hans Ísaks og komu 14 strákar í veisluna. Fjörið byrjaði reyndar niðri í sundlaug þar sem öllum gestunum var boðið í sund. Þar skemmtu þeir sér við að atast í Val, í stórfiskaleik og fleiri leikjum og renndu sér í rennibrautunum í um klukkutíma. Valur labbaði svo með þeim heim en ég keyrði heim á undan þeim og pantaði pítsur í tonnatali. Það veitti ekki af því þeir voru vel svangir eftir sundið. Svo hófst keppni í fótboltaspili (svona gamaldags, ekki tölvu) sem leit út fyrir að vera æsispennandi miðað við hljóðin sem bárust upp á efri hæðina. Eftir það fóru sumir í feluleik og aðrir í lego en stuttu áður en afmælið endaði fóru allir út að leika sér. Strákarnir voru allir í góðu skapi allan tímann og Ísak var himinlifandi með velheppnaða veislu. Gaman að þessu :-)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli