föstudagur, 9. mars 2007

Pípandi reykskynjari og magakveisa

voru þemu næturinnar hjá mér. Gekk illa að sofna í gærkvöldi vegna þess að ég hafði lagt mig seinni partinn í gær og svo loks þegar ég gat sofnað hrökk ég upp um hálf tvöleytið við eitthvert píp sem heyrðist með reglulegu millibili. Áttaði mig á því eftir smá stund að þetta væri í reykskynjaranum á ganginum og rafhlöðurnar væru að kláras. Það var samt ekki til í dæminu að ég nennti að klöngrast uppá stól um miðja nótt til að skipta um rafhlöður. Eins og þetta væri ekki nóg þá fór maginn í mér að vera með einhver læti og við tóku þónokkrar klósettferðir. Til að kóróna fjörið ennfrekar fékk ég brjálaðan pirring í fæturnar og stóð fjörið fram til hálf fimm í morgun. Ég var fegin að eiga seinnipartsvakt í búðinni í dag, því þá gat ég lagt mig aftur eftir að Ísak var farinn í skólann. Svaf til að verða tíu en hef samt verið hálf vönkuð eitthvað það sem af er degi. Kannski ekki skrýtið þegar það eina sem ég hef gert er að borða morgunmat og lesa blöðin, nokkuð sem ég tók mér mjööög langan tíma til að gera. Jú annars, ég er líka búin að skipta um rafhlöðu í reykskynjaranum en hann virðist vera ónýtur, það heyrist ekki múkk í honum þó ég ýti á takkann til að prófa hann. Annars leiðast mér óskaplega svona dagar sem ég bara hengslast og geri ekkert af viti. Ætli sé þá ekki ekki best að reyna að gera eitthvað til að bjarga andlitinu. Til dæmis fara út að ganga, ryksuga, taka úr uppþvottavélinni, fara í sturtu og svo í vinnuna.

Engin ummæli: