Í gær vorum við Sunna að vinna heimasíðunni og bókhaldinu lungann úr deginum. Í gærkvöldi horfðum við Valur á Mors Elling, norska mynd sem Kiddi var svo höfðinglegur að færa Val þegar hann (Kiddi) kom frá Danmörku um daginn. Hann gaf reyndar líka dvd-myndina um Elling (sem við áttum á vídeóspólu). Sú mynd er alveg frábær og skemmtilegri saga sem liggur þar að baki.
Núna á eftir erum við svo að fá vinafólk okkar í heimsókn. Ég er að baka eplabrauð og Valur ætlar að baka vöfflur. Það verður gaman að hitta þau en þau eru hluti af þeim mörgu vinum og kunningjum sem hafa flust héðan frá Akureyri á síðustu tíu árunum.
Þá er bara skattaskýrslan eftir... já og klára bókhaldið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli