sunnudagur, 25. mars 2007

Já það er fjör

og nóg að gera. Á föstudaginn var ég að vinna frá tíu til tvö og fór þá á árshátíð Lundarskóla þar sem Ísak var að leika í Skilaboðaskjóðunni og var rosa flottur dvergur. Svo tættist ég í bakarí og keypti tvær tertur og þaðan heim þar sem ég bjó til snittubrauð með dalabrie og hunangi og rúllutertubrauð með gráðaosti og blaðlauk. Konuklúbburinn heppaðist með ágætum en ég var svo sprungin á limminu um kvöldið að ég held að ég hafi farið að sofa fyrir hálf ellefu.
Í gær vorum við Sunna að vinna heimasíðunni og bókhaldinu lungann úr deginum. Í gærkvöldi horfðum við Valur á Mors Elling, norska mynd sem Kiddi var svo höfðinglegur að færa Val þegar hann (Kiddi) kom frá Danmörku um daginn. Hann gaf reyndar líka dvd-myndina um Elling (sem við áttum á vídeóspólu). Sú mynd er alveg frábær og skemmtilegri saga sem liggur þar að baki.
Núna á eftir erum við svo að fá vinafólk okkar í heimsókn. Ég er að baka eplabrauð og Valur ætlar að baka vöfflur. Það verður gaman að hitta þau en þau eru hluti af þeim mörgu vinum og kunningjum sem hafa flust héðan frá Akureyri á síðustu tíu árunum.

Þá er bara skattaskýrslan eftir... já og klára bókhaldið.

Engin ummæli: