og skamma sjálfa mig fyrir letina sem er að drepa mig. Er í einhverju óskaplegu þreytukasti og var dagurinn í gær nánast ónýtur fyrir þær sakir. Tókst þó að standa mig í stykkinu í vinnunni en hrundi saman um leið og ég kom heim. Fór m.a. með Val í búðarleiðangur en beið í bílnum meðan hann fór í Hagkaup - og sofnaði í bílnum!! Kom heim og sofnaði með köttunum á meðan Valur eldaði kvöldmatinn og sofnaði aftur í klukkutíma eftir matinn. Var alveg viss um að ég gæti örugglega ekki sofnað um kvöldið (hafði nefnilega ekki getað sofnað síðustu tvo kvöld þar á undan og var þess vegna orðin svona þreytt) en viti menn, ég steinsofnaði og svaf í alla nótt. Var mun hressari í morgun og á meðan ég var í vinnunni en svo kallaði sófinn svo hátt á mig að ég varð að hlýða... Afrekaði þó að ryksuga fyrir matinn, vá dugleg! en það er ennþá eftir að skúra eldhúsgólfið og þrífa klósettin. Mér datt í hug að það gæti verið hressandi að fara út að ganga en hef ekki komist lengra í þeirri fyrirætlan en horfa út um gluggann...
Nú er ég búin að vinna í búðinni í einn mánuð og það var fyrst í gær sem ég fékk pínulítið fúlan viðskiptavin. Fólk er yfirhöfuð kurteist og geðgott og í heildina hefur þetta bara verið mjög gaman. Í vikulokin kemur Sunna verslunarstjóri heim úr sumarfríinu og ætli ég fari þá ekki í frí með mínum manni. Hins vegar er ekkert planað - svo það er fullkomin óvissa sem tekur við. Ætli við reynum ekki bara að slappa af og hafa það gott. Eitthvað hefur reyndar heyrst um að húsið þarfnist málningar en ætli það bíði ekki næsta sumars.
Blogged with Flock
Engin ummæli:
Skrifa ummæli