miðvikudagur, 5. júlí 2006

Engin þreyta í dag - bara léttleiki tilverunnar

Vildi bara láta vita...

Annars er Essomótið í fótbolta byrjað og Ísak búinn að spila einn leik og er að gera sig kláran í þann næsta. Hann er nokkuð heppinn með tímasetningar á sínum leikjum en það er verið að spila frá átta á morgnana til tíu á kvöldin, á tíu völlum, svo það er aldeilis hamagangur í öskjunni. Svona stór mót takast ekki án sjálfboðavinnu foreldra og foreldrar í 5. flokki sjá um matinn á mótinu. Ég bauð Val fram í að aðstoða við morgunmatinn og þarf hann að mæta klukkan 6.30 næstu fjóra morgna og vera til kl. 10. En hann kvartar ekki heldur mætir örlögum sínum með sóma ;-)

Svo hringdi Andri í dag frá Gautaborg, þar sem hann er staddur á handboltamóti. Helstu fréttir voru þær að fullt væri af sætum stelpum... greinilegt hvað skiptir mestu máli... eða þannig. Mikilvægast var auðvitað að þeir voru búnir að spila tvo leiki og vinna þá báða. Og hann var sæll og glaður með þetta allt saman enda líka gott veður til að kóróna allt saman.

Ég er búin að panta flugmiða fyrir mig og Ísak til Noregs þann 4. ágúst. Það eru tvö ár síðan við fórum síðast og þá í júnimánuði. Þá fengust ekkert nema sumarföt í búðunum svo núna stílaði ég á að fara í ágúst þegar haustfatnaðurinn væri farinn að streyma í verslanir :-) Segið svo að maður sé ekki praktískur!

Engin ummæli: