miðvikudagur, 12. júlí 2006

Þá er eldri sonurinn endurheimtur frá Svíþjóð

eftir góða ferð þangað. Þetta hefur verið skemmtileg upplifun fyrir krakkana en alls fóru ríflega fimmtíu krakkar frá Akureyri á handboltamótið. Og mér skilst að um 400 hundruð íslenskir krakkar hafi verið á mótinu í allt. Þau fengu gott veður nánast allan tímann og það spillir nú aldrei fyrir.

Þau komu í gærkvöldi með Iceland Express frá Kaupmannahöfn og lentu á Akureyrarflugvelli. Ekki er nú beint hægt að segja að aðstaðan þar sé góð til að taka á móti farþegum úr millilandaflugi. Búið var að loka komusalnum svo við þurftum annað hvort að bíða á gangi við innganginn - eða úti. Við völdum seinni kostinn enda var veðrið yndislegt en það er kannski ekki jafn spennandi yfir vetrartímann...



Engin ummæli: