fimmtudagur, 20. júlí 2006

Ég sé á teljaranum enn eru einhverjir sem heimsækja síðuna

þrátt fyrir dugleysi mitt við að blogga. Ég á erfitt með að ákveða hvort ég á að halda áfram að blogga, hætta þessu eða bara taka pásu. Upphaflega var þetta hugsað sem eins konar leið til að æfa mig í að koma hugsunum mínum á blað, sem sagt að skrifa á bloggið í stað þess að skrifa fyrir skúffuna, en mér finnst það ekki vera að virka sem skyldi. Svo breyttist þetta í hálfgerða skýrslugerð til vina og ættingja, með smá vangaveltum í bland, en mér finnst það heldur ekki vera að virka sem skyldi. Þannig að ég veit ekki alveg hvert framhaldið verður. Samt finnst mér bloggið sem samskiptamáti alveg frábær uppfinning og ég hef haft gaman af því að "kynnast" nýju fólki í gegnum bloggið. Mér finnst líka alveg frábært hvernig þessi bloggheims-kynni hafa leitt til kynna í raunheimum hjá mörgum s.s. Baun, Fríðu, Önnu.is, Lindublindu, Hugskoti og Hörpu og örugglega fleirum. Sem sagt, er bara að velta þessu öllu fyrir mér... fer örugglega á fullt að skrifa næst þegar ég dett í blogg-stuð!

Engin ummæli: